Okkur sérstök ánægja að Benedikt S. Benediktson, framkvæmdastjóri Samtaka Verslunar og Þjónust (SVÞ) opnar fyrirlestraröðina með umfjöllun um losunarfría trukka.
Losunarfrír trukkar: Þróun, áskoranir og framhaldið
Föstudagur, 10. október, Kl. 9.30 á Teams.
Vinsamlegast fyllið út skráningareyðublaðið til að fá aðgang að þessum og komandi fyrirlestrum.
Fyrirlestraröð – Orkuskipti eru erfið í byrjun, óreiðukennd í miðjunni og falleg í lokin.
Okkur er ánægja að tilkynna að mánaðarleg fyrirlestraröð okkar um orkuskipti hefst á ný – en nú aðeins á netinu.
Fyrirlestrarnir bjóða félagsmönnum upp á vettvang til að deila reynslu og þekkingu, víkka sjóndeildarhringinn, hvetja til framfara og fylgjast með nýjustu þróun tækni og stefnumótunar í orkuskiptum.
Vinsamlegast fyllið út skráningareyðublaðið til að fá aðgang að þessum og komandi fyrirlestrum.
Hvað eruð þið að gera í orkuskiptum? – Segðu okkur frá
Í tengslum við Aðalfund Grænu Orkunnar (Samstarfsvettvangs um orkuskipti) sem haldinn verður 27. maí kl. 14:00-16:30, í Borgartúni 35 ætlum við að halda vinnustofu um hvað er að gerast í orkuskiptum á Íslandi.
Við viljum heyra frá þér, meðlimum Grænu Orkunnar, hvað er að gerast. Markmiðið er að hafa örfyrirlestraform, þ.e. 8-10 mín erindi.
Láttu okkur vita ef þú vilt halda örfyrirlestur um hvað þitt fyrirtæki er að gera í orkuskiptum, ribes@newenergy.is.
Viðburðurinn verður opinn öllum og í streymi, þannig að allir geti haldið erindi og/eða hlustað hvar á landi sem er.
Gert er ráð fyrir að hefðbundin aðalfundarstörf taki 15-30 mín og að vinnustofan hefjist í kjölfarið, eða um 14:30.
Nánar um aðalfundarstörf síðar.
Í boði eru tvö stjórnarsæti og 2 sæti varmanna.
Í öðru stjórnarsætinu situr Guðmundur Ingi frá Blæ og hann gefur áfram kost á sér til stjórnarsetu.
Stjórn Grænu Orkunnar fundaði nýlega með fulltrúum innanríkisráðuneytisins og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins til að fylgja eftir uppfærðri áætlun í loftslagsmálum.
Við skorum á meðlimi Grænu Orkunnar að fara ítarlega yfir nýjar tillögur um kílómetragjald, sem nú hafa verið birtar í Samráðsgátt. Bent er á að umsagnir eru aðeins leyfðar í nokkra daga og verða að koma inn 20 október (sunnudagur).
Aðalfundur Grænu orkunnar, Samstarfsvettvangs um orkuskipti, fór fram þriðjudaginn 30. apríl 2024 13:00-15:00 í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35
Dagskrá aðalfundar verður sem hér segir og samkvæmt samþykktum:
Kosning fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar lögð fram
Reikningar lagðir fram til samþykktar
Breytingar á samþykktum
Ákvörðun árgjalds
Kosning stjórnar
Önnur mál
Allir félagsmenn mega sitja aðalfund og einungis er eitt atkvæði á hvert aðildarfyrirtæki eða -stofnun. Félagar teljast þeir sem greiða félagsgjald og þeir einir hafa atkvæðarétt á aðalfundi.
Í kjölfar stefnumótunarvinnu á undanförnu starfsári leggur stjórn til all nokkrar breytingar á samþykktum félagsins sem endurspegla breytta stöðu í orkuskiptum en einnig markmið stjórnvalda. Sjá í skjali hér neðar: